Vectorworks er gamalgróið forrit sem hét upphaflega MiniCAD og var á Makkanum. Í dag er Vectorworks tví-og þrívítt BIM forrit fyrir Makka og Windows sem stenst allar kröfur varðandi samskipti við önnur BIM forrit með IFC tengingunni, openBIM. Miklir möguleikar eru innbyggðir í forritið, það er til grunn pakki fundamental sem er góð leið fyrir byrjendur að fá öflugt forrit, síðan er sérhæfður arkitekta pakki, öflugur landslags pakki sem inniheldur öflugan plöntugagnagrunn með latneskum og enskum heitum, einnig mjög góðan lýsinga pakka sem ljósahönnuðir hafa tekið opnum örmum (t.d. var lýsing á Eurovision í Noregi var unnin í Vectorworks Spotlight). Síðan er flaggskipið Designer mjög öflugur pakki sem sameinar öflugt forrit í einfaldan pakka. Nýtir M1 örgjörfan að fullu sem gerir forritið enn hraðvirkara.
-
Recent Posts
Recent Comments
Archives
Categories
Meta