ArchiCAD 26

ArchiCAD 26 er nýjasta útgáfa ArchiCAD. Bein tenging við Twinmotion gerir renderingar á leikjavélahraða einfaldar og auðveldar. Nú geta margir unnið í sama líkaninu samtímis í raun tíma óháð staðsetningu.  Breytingar gerðar á líkaninu skila sér samstundis, með venjulegri internet tengingu, hvaðan sem er í heiminum. Flókin módel eru leikur einn með ArchiCAD26 Nýtir nú M1 örgjörfan í Makkanum, sem gerir forritið helmingi hraðvirkara.

Opin BIM samskipti með IFC staðlinum gerir ArchiCAD kleyft að vinna með öllum helstu burðarþols- og lagnaforritunum. Með því að geta slökkt á öllu nema burðar-kjörnum (steyputeikningar búnar til með einum músarsmelli) býr ArchiCAD til réttara líkan fyrir Revit Structures en Revit Architect, miðlínur kjarna koma á réttan stað, engin auka handavinna fyrir verkfræðinga. ArchiCAD getur talað beint við burðarþols forritin Alplan, TEKLA, Revit Structures, Scia Structures, SAP2000 og lagnaforritin MagiCAD, DDS, Revit MEP og AutoCAD MEP. Upplýsingar skila sér rétt fram og til baka auk þess sem ArchiCAD heldur utan um breytingar sem gerðar eru í hinum forritunum.

Leave a Reply